Haukastrákar unnu afgerandi sigur á liði Fjölnis í Lengjubikarnum í gærkvöld og er þetta í þriðja skiptið sem að þessi tvö lið mætast með stuttu millibili. Fyrirfram var búist við jöfnum leik en hinir tveir hafa sigruðust með litlum mun og Fjölnisstrákar áttu glimrandi fínan leik gegn KR í síðustu umferð.
Sigur Hauka var aldrei í hættu í seinni hálfleik þrátt fyrir fína spretti frá Fjölnisstrákum og unnu Haukar á endanum með 22 stigum 90-68.
Jovanni Shuler var stighæstur Hauka með 20 stig og 12 fráköst og Chris Smith gerði 19 stig, tók 14 fráköst og var með 7 varin skot.
Næsti leikur Hauka í Lengjubikarnum er á sunnudaginn næsta þegar liðið heldur vestur á Ísafjörð og keppir sinn síðasta leik í Lengjubikarnum.