Góður sigur á ÍR í kaflaskiptum leik

Giedrius Morkunas var maður leiksins í kvöldÍ kvöld fengu Haukapiltar ÍR-inga í heimsókn í Schenkerhöllina en þetta var 18. umferð mótsins. Haukar voru öflugir í byrjun og eftir 12 mínútna leik var staðan 8 – 3 en mestur var munurinn á 23. mínútu þegar Haukar komust í 12 – 6. Þá kom smá kæruleysi í okkar menn og á þremur mínútum náðu gestirnir að minnka muninn niður í 3 mörk, 12 – 9. Síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks voru Hauka og staðan að honum loknum 14 – 9. Í byrjun síðari hálfleiks skiptust liðin á að skora og þessi 5 marka forysta Hauka hélst fyrstu 10 mínúturnar en að þeim loknum var staðan 17 -12. Þá koma aftur kæruleysiskafli hjá okkar mönnum og seigir ÍR-ingar gengu á lagið og á 47. mínútu leiksins náðu þeir að minnka forskot Hauka niður í 1 mark, 18 – 17. Nær komust þeir ekki og Haukar sigu aftur frammúr og náðu fljótlega að auka forskotið í 4 mörk sem hélst út leikinn en lokaniðurstaðan var 26 – 22.

Haukaliðið átti fína spretti í þessum leik en duttu þess á milli niður í kæruleysi og staðan sóknarleik. ÍR-ingar fá hrós fyrir að gefast ekki upp en þeir gátu ekki telft fram sínum hættulegasta sóknarmanni, Björgvini Hólmgeirssyni, vegna meiðsla.

Maður leiksins hjá Haukum var Giedrius Morkunas en hann var traustur allan leikinn og var með 19 bolta varða sem gerir um 46% markvörslu. Þórður Rafn var einnig góður í kvöld og Elías Már og Sigurbergur áttu fína spretti. 

Mörk Hauka: Þórður Rafn Guðmundsson 6, Sigubergur Sveinsson 5 (þar af eitt úr víti), Elías Már Halldórsson 4, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Einar Pétur Einarsson 2, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2, Árni Steinn Steinþórsson 1, Tjörvi Þorgeirsson 1, Adam Haukur Baumruk 1, Matthías Árni Ingimarsson 1 og Þröstur Þráinsson 1

Næsti leikur hjá strákunum er á móti Val í Vodafonehöllinni og fer hann fram 27. mars n.k. kl. 20:00.

Áfram Haukar!

Góður sigur á ÍR í kaflaskiptum leik

Giedrius Morkunas var maður leiksins í kvöldÍ kvöld fengu Haukapiltar ÍR-inga í heimsókn í Schenkerhöllina en þetta var 18. umferð mótsin. Haukar voru öflugir í byrjun og eftir 12 mínútna leik var staðan 8 – 3 en mestur var munurinn á 23. mínútu þegar Haukar komust í 12 – 6. Þá kom smá kæruleysi í okkar menn og á þremur mínútum náðu gestirnir að minnka muninn niður í 3 mörk, 12 – 9. Síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks voru Hauka og staðan að honum loknum 14 – 9. Í byrjun síðari hálfleiks skiptust liðin á að skora og þessi 5 marka forysta Hauka hélst fyrstu 10 mínúturnar en að þeim loknum var staðan 17 -12. Þá koma aftur kæruleysiskafli hjá okkar mönnum og seigir ÍR-ingar gengu á lagið og á 47. mínútu leiksins náðu þeir að minnka forskot Hauka niður í 1 mark, 18 – 17. Nær komust þeir ekki og Haukar sigu aftur frammúr og náðu fljótlega að auka forskotið í 4 mörk sem hélst út leikinn en lokaniðurstaðan var 26 – 22.

Haukaliðið átti fína spretti í þessum leik en duttu þess á milli niður í kæruleysi og staðan sóknarleik. ÍR-ingar fá hrós fyrir að gefast ekki upp en þeir gátu ekki teflt fram sínum hættulegasta sóknarmanni, Björgvini Hólmgeirssyni, vegna meiðsla.

Maður leiksins hjá Haukum var Giedrius Morkunas en hann var traustur allan leikinn og var með 19 bolta varða sem gerir um 46% markvörslu. Þórður Rafn var einnig góður í kvöld og Elías Már og Sigurbergur áttu fína spretti. 

Mörk Hauka: Þórður Rafn Guðmundsson 6, Sigubergur Sveinsson 5 (þar af eitt úr víti), Elías Már Halldórsson 4, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Einar Pétur Einarsson 2, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2, Árni Steinn Steinþórsson 1, Tjörvi Þorgeirsson 1, Adam Haukur Baumruk 1, Matthías Árni Ingimarsson 1 og Þröstur Þráinsson 1

Næsti leikur hjá strákunum er á móti Val í Vodafonehöllinni og fer hann fram 27. mars n.k. kl. 20:00.

Áfram Haukar!