,,Góður og slæmur árangur á Valsmótinu”

Heimasíðan kom sér í samband við þjálfara meistarflokks karla, Pétur Ingvarsson og spjallaði við hann um nýlokið Valsmót. Samkvæmt Pétri lærði liðið margt á mótinu en það enn árangurinn var bæði góður og slæmur.

,,Árangur Valsmótsins var bæði góður og vondur. Það slæma var að við unnum einungis einn leik og töpuðum naumt fyrir ÍR-ingum en steinlágum gegn Stjörnunni sem var afskaplega slakur leikur hjá mínum mönnum. Það góða var að ég veit að við getum lært ýmislegt af þessu móti og unnið í því sem betur má fara og það er gríðarlegt svigrúm fyrir bætingar bæði hjá einstaklingum sem og liðsheildinni.”

Um leikmannahópinn hafði Pétur þetta að segja:,,Leikmannahópurinn er nokkuð þéttur miðað við það sem ég hef átt að venjast á mínum þjálfaraferli, góð blanda af eldri leikmönnum sem eiga að miðla reynslu til þeirra yngri.  Ef það gerist verðum við í þokkalegum málum ívetur.”

Aðspurður varðandi stemninguna fyrir komandi tímabil sagði Pétur að hún væri góð og markmiðið væri að komast í efstu deild þar sem Haukar eiga heima. ,,Tilþess að það geti gerst þurfa leikmenn að taka á sig aukið álag og ábyrgðallt þetta tímabil. Eins þurfum við stuðningsmenn og aðstandendur liðsinsað gera hið sama.”

Arnar Freyr Magnússon

Mynd: Pétur að ræða við leikmenn sína á Valsmótinustefan@haukar.is