Góður Haukasigur gegn Selfossi í Coca Cola bikarnum

Gunnhildur Pétursdóttir var frábær í gær og skoraði 10 mörkStelpurnar eru komnar áfram í bikarnum eftir að þær lögðu Selfoss 30-28 í Schenkerhöllinni.
Sigurinn var aldrei í hættu og voru Haukastúlkur yfir frá fyrstu mínútu.  Mest var munurinn 10 mörk og í leikhléi var staðan 18-10.  Þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 30-24 og skoruðu Selfoss stúlkur 4 síðustu mörkin.

Leikur Hauka var á köflum mjög góður, bæði í sókn og vörn. Þær börðust hver fyrir aðra og voru áræðnar í sókninni. Síðustu mínútur leiksins misstu þeir aðeins einbeitninguna og Selfoss gekk á lagið og saxaði á forskot Hauka en eins og áður sagði var sigurinn þó aldrei í hættu.

Marija Gedroit lék ekki með vegna meiðsla en búast má við að hún verði frá í nokkrar vikur vegna rifbeinsbrots.

Vel gert Haukastelpur og til hamingju.

Mörk Hauka: Gunnhildur Pétursdóttir 10, Viktoría Valdimarsdóttir 6, Karen Helga Sigurjónsdóttir 5, Kolbrún Gígja  Einarsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Sigríður Herdís Hallsdóttir 2, Áróra Eir Pálsdóttir 1, Agnes Ósk Egilsdóttir 1.

Áfram Haukar!