Látinn er góður vinur og félagi, Sigurður Júlíusson.
Sigurður gékk til liðs við félagið 1959 og tók þá við þjálfun 3. flokks karla í handknattleik. Árangurinn lét ekki á sér standa, enda maðurinn einn snillinganna úr FH sem gerðu garðinn frægan á þessum árum. Báðir flokkarnir, A og B, hömpuðu Íslandsmeistaratitlum þetta árið og vöktu athygli. Þarna var lagður grunnur að því veldi sem handboltinn í Haukum átti eftir að verða og margir úr hópnum áttu síðar eftir að klæðast landsliðspeysum. Sigurður var vinsæll þjálfari sem miðlaði 14 – 15 ára strákunum úr gildum reynslubanka sínum.
Félagið sendir ættingjum Sigurðar innilegustu samúðarkveðjur.