Góðir sigrar á Valsmóti

HaukarHaukar unnu góða sigra í dag á Valsmótinu í dag. Fyrri leikur liðsins var gegn Skallagrími og vannst góður sigur 57-45.

Seinna um daginn sigruðu Ísfirðingar ÍR og var því um hreinan úrslitaleik þegar Haukar mættu KFÍ seinna um daginn. Það var ljóst fyrir leikinn að Haukar þyrftu að sigra með átta stigum til að enda í öðru sæti riðilsins og 30 stigum til að enda í fyrsta sæti. Haukar leiddu með 27 stigum þegar þeir héldu í síðustu sókn leiksins og skoruðu úr henni tveggja stiga körfu og unnu því leikinn með 29 stigum.

Því var ljóst að Haukar og ÍR voru jafnir að stigum og endaði því ÍR í fyrsta sæti þar sem þeir áttu innbyrgðis viðureignina og mæta Haukar því Hamri á morgun. Leikurinn hefst kl. 11:00 og fara sigurvegarar leiksins í úrslitaleikinn sem hefst kl. 14:00. Spilað er í Vodafonehöllinni.