Skokkhópur Hauka ætlar að styrkja sterkar tvíburasystur með góðgerðaræfingu laugardaginn 21. mars. Hlaupið verður frá Ásvöllum kl. 10:00 og þér er boðið að vera með.
Sonja Ósk og Þórunn Björk eru fæddar í okt. 2005 og eru því 9 ára. Systurnar greindust með afar erfiðan og sjaldgæfan litningagalla „Ring chromosome 20 syndrome“ sem lýsir sér meðal annars með miklum flogum. Aðeins er vitað um 40 tilfelli af þessum sjúkdómi síðan hann greindist fyrst 1971.
Aðgangseyrir er kr. 1.000,- eða frjáls framlög.
Þeir sem vilja styrkja systurnar með fjárframlagi geta lagt inn á reikning: 0544-26-7000 kt. 600169-0419
Allir hlaupafélagar, vinir, ættingjar og aðriri sem vilja styrkja þessar dásamlegu systur, nú eða hlaupa í góðum félagsskap, eru hvattir til að vera með í þessu frábæra framtaki.
Fólk er beðið um að mæta skreytt af gleði og með jákvæðnina að leiðarljósi. Búningar og sprell fær fólk til að brosa og eiga því vel við.
Fjölmiðlar mæta á staðinn og tekin verður hópmynd.
Að æfingu lokinni er frítt í Ásvallalaug.