Góð stemning á úrslitaleiknum skv. Lögreglunni

Frábær stemning var á leiknumLögreglan áhöfuðborgarsvæðinu var sýnileg á Ásvöllum í gær er úrslitaleikur HSÍ fór fram í troðfullri Schenkerhöllinni.

Samkvæmt Facebook síðu lögreglunnar þá var gróð stemning og áhorfendur beggja liða til fyrirmyndar 

Eftirfarandi er hægt að sjá á FB síðu Lögreglunnar:
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var á úrslitaleik Hauka og ÍBV á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Góð stemning var hjá áhorfendum í troð fullri höllinni og þurfti lögreglan ekki að hafa afskipti af nokkrum manni. Aðeins fjórir bifreiðaeigendur fengu sekt fyrir að leggja ólöglega sem getur ekki kallast mikið miðað við þann mikla fjölda bifreiða sem var á svæðinu. Stuðningsmenn Hauka og ÍBV voru því til fyrirmyndar á allan hátt.