Í gærkvöldi fór fram leikmannakynning hjá meistaraflokkum karla og kvenna í handbolta. Ágæt mæting var og mjög góð stemmning. Formaður deildarinnar, Þorgeir Haraldsson, byrjaði á að ræða almennt um starfið og það sem framundan væri, meðal annars hópferð sem fyrirhuguð á leiki S.L. Benfica og Hauka aðra helgi í október. Nýr talsmaður Hauka í horni, Lúðvík Geirsson, fór í stuttu máli yfir sögu þessa einstaka stuðningsmannahóps og áherslur á komandi vetri. Þjálfarara meistaraflokkanna, Halldór Harri Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson, töluðu um hvernig undibúningstímabilið hefði verið og þær áherslur sem þeir væru með ásamt því að leikmenn voru kynntir fyrir gestum.
· Fyrstu leikir okkar í deildinni eru:
Karlaliðið: 19. september Vodafonehöllin Valur – Haukar
Kvennaliðið: 21. september Ásvellir Haukar – Stjarnan
Áfram Haukar!