Haukastelpur mættu í gærkvöld hinu feyki öfluga liði Vals í N1-deild kvenna í handbolta. Leikið var á Hlíðarenda og fór svo að Valsstúlkur höfðu sigur 32-26 sem teljast nú bara fín úrslit fyrir Haukaliðið sem er kornungt og lítið reynt gegn eins og áður sagði gríðarlega öflugu liði Vals.
Okkar stelpur voru liði sínu til sóma inni á vellinum, lögðu sig allar í verkefnið og uppskáru meðal annars jafna stöðu í seinni hálfleik en Valsstelpur leiddu einmitt með sex mörkum í hálfleik 18-12. Flott frammistaða hjá stelpunum sem gefur góð fyrirheit um framhaldið í deildinni.
Mörk Hauka: Marija Gedroit 11, Karen Helga Sigurjónsdóttir 4, Viktoría Valdimarsdóttir 4, Gunnhildur Pétursdóttir 4, Áróra Eir Pálsdóttir 1, Díana Ágústsdóttir 1, Herdís Hallsdóttir 1.