Góð ferð í Borganes

Meistaraflokkur karla er kominn áfram í bikarnum eftir sigur á Skallagrími í Borganesi í 2. umferð. Leikurinn fór fram föstudaginn 1. júní og urðu úrslitin 5 – 0 sigur Hauka. Mörk Hauka skoruðu Hilmar Emils, Óli Jón, Kristján Ómar og Yared Yedeneskachew en 4. mark Hauka í leiknum var sjálfsmark.

Búið er að draga í 3. umferð og spila Hauka þar á móti Víkingi Ólafsvík sá leikur er í Ólafsvík og verður þann 12. júní kl. 20:00. Næsti leikur Hauka í 2. deildinni er 7. júní á móti Aftureldingu kl. 20:00 í Mosfelssbæ.