Gísli Guðmundsson ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og markmannsþjálfari félagsins

Gísli Guðmundsson og Þorvarður Tjörvi Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar, eftir undirritun samningsinsGísli Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í handknattleik auk þess að annast markmannsþjálfun í meistaraflokkum og yngri flokkum félagsins. Gísli Guðmundsson er því kominn aftur í raðir Hauka eftir skamma veru á Seltjarnarnesi. Það er mikill fengur fyrir félagið að fá Gísla aftur til starfa enda þekkjum við vel til verka hans og vitum hversu mikilkvægur hann mun verða fyrir meistara- og yngri flokka félagsins. Gísli er öllum hnútum kunnugur innan félagsins enda bæði verið leikmaður og þjálfari til margra ára. Hann og Halldór Ingólfsson, þjálfari meistaraflokks karla, eru vanir að vinna saman og verður gaman að fylgjast með þeim á komandi leiktíð. Það er ennfremur mikið gleðiefni fyrir þann fjölmenna hóp efnilegra markmanna innan félagsins að fá fyrsta flokks markmannsþjálfun hjá Gísla.