Fyrstu leikir ársins

Við  óskum öllum Haukum sem og öðrum, gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir það liðna.

Fyrstu leikir ársins 2007 eru nú um helgina. Á morgun, föstudag, leikur U liðið gegn FH í Kaplakrika klukkan 20:00. Á laugardaginn fer meistaraflokkur kvenna svo í heimsókn í Framhúsið. Leikurinn hefst klukkan 15:00.

Stöndum saman á nýju ári og mætum á leiki meistaraflokkanna okkar og styðjum þau til sigurs. Stuðningur áhorfenda skiptir miklu máli og eru þeir 8 leikmaður liðsins.

ÁFRAM HAUKAR!!!