Fyrsti leikur hjá mfl. karla í Olís deildinni í kvöld

Patrekur stýrir Haukum í sínum fyrsta deildarleik á sínum gamla heimavelliMfl. karla í handbolta sækir Valsmenn heim í Vodofone höllina í kvöld kl. 20.00 og hvetur heimasíðan Haukafólk að mæta og hvetja strákana til sigurs í þessum fyrsta leik tímabilsins.

Valsmönnum var spáð sigri í deildinni af forsvarsmönnum deildarinnar en Haukum var spáð þriðja sætinu. Lítill munur var þó á þrem efstu liðinum í þessari spá og ljóst að um hörkuleik verður að ræða.

Haukar unnu góðan og öruggan sigur í síðast leik sínum, sem var í Evrópukeppninni og léku vel í þeim leik og koma örugglega ákveðnir til leiks í kvöld.

Áfram Haukar.