Haukar fengu Njarðvík í heimsókn í kvöld í 9. umferð Dominosdeildar kvenna og sigruðu þær 72-63, virðast þær vera með ágætis tak á þeim þar sem að þetta var annar sigurinn gegn þeim í ár.
Leikmenn og aðdáendur eru búnir að bíða spenntir eftir þessum fyrsta heimasigri og eru stúlkurnar vel að honum komnar. Þær byrjuðu leikinn gríðarlega vel en gáfu svo aðeins eftir en ólíkt hinum heimaleikjunum í ár náðu þær að halda einbeitingunni og knýja fram góðan sigur. Stuðningur áhorfenda var gríðarlega góður og létu þeir vel í sér heyra allan leikinn. Fremstar í flokki í kvöld voru Siarre Evans, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir.