Fyrsti heimasigurinn kominn

HaukarÞað var Hilmar Rafn Emilsson sem skoraði eina mark leiksins í dag þegar Haukar og Fjölnir mættust í fjórðu umferð 1.deildar karla á Ásvöllum. Haukar eru því komnir með níu stig af tólf mögulegum og fyrsti heimasigurinn staðreynd.

Það var markalaust í hálfleik eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik. Fjölnismenn voru þó líklegri að komast yfir en Sigmar Ingi í marki Hauka stóð vaktina vel og var að lokum valinn maður leiksins í liði Hauka. Hann varði til að mynda frábærlega langskot frá Fjölnismanni, frá miðju. Hilmar Rafn og Brynjar Benediktsson voru þeir menn sem voru hvað næst því að skora fyrir Hauka en skot þeirra fjarri markinu. 

 Markið kom síðan á 56. mínútu uppúr innkasti, Úlfar Hrafn sendi síðan boltann á Hilmar Rafn sem var inn í teignum og kláraði færið vel. Eftir markið þéttu Haukar raðir sínar vel og beittu skyndisóknum. Fjölnismenn náði aldrei að ógna almennilega að marki Hauka. 

Hilmar Geir Eiðsson var ekki í leikmannahópi Hauka í dag vegna meiðsla í nára en jákvæðu fréttirnir eru þær að Úlfar Hrafn Pálsson kom aftur inn í liðið eftir að hafa verið tæpur í læri og síðan spiluðu þeir Andri Steinn Birgisson og Helgi Valur Pálsson sínar fyrstu mínútur með Haukum á Íslandsmótinu. Báðir hafa þeir verið að vinna sig úr meiðslum og virðast vera komnir á fullt.

Eftir sigurinn eru Haukar á toppi 1.deildar með 9 stig ásamt BÍ/Bolungarvík. Frábær byrjun og vonandi frábæru sumri. Það var heldur fámennt í stúkunni og vonandi að Alvöru Haukarar fari nú að láta sjá sig á næstu leikjum og hjálpi liðinu að ná því markmiði sem stefnt er að. Pepsi-deildin árið 2014! 

Næstu leikir Hauka:
KF – Haukar Ólafsfjarðarvelli 16:00. 8.júní

Haukar – KA Ásvellir 19:15: 14.júní