Fyrsti heimaleikurinn á föstudag

Næstkomandi föstudag verður fyrsti heimaleikur Hauka í 1. deild karla. Liðið tekur á móti Þór Þorlákshöfn á Ásvöllum klukkan 20:00.

Strákarnir hafa þegar keppt einn leik og sigruðu Hött á Egilsstöðum um síðustu helgi. Vonast körfuknattleiksdeildin að sem flestir áhorfendur mæta á leikinn á föstudaginn og taka þátt í að koma strákunum upp í efstu deild.

Körfuknattleiksdeildin hefur ákveðið að lækka miðaverð úr 1000 krónum á leik í 800 krónur á leik og úr 500 fyrir börn í 400 krónur. 

 

Mynd: Marel Örn verður á Ásvöllum á föstudag, verður þú þar ? – Arnar Freyr Magnússon