Fyrsti æfingaleikurinn á tímabilinu

HaukarÁ morgun, laugardaginn 12. nóvember leika Haukar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar sinn fyrsta æfingaleik á undirbúningstímabilinu.

Leikurinn hefst klukkan 10:15 og fer fram í Kórnum í Kópavogi, en leikið er gegn HK sem féll einmitt úr 1.deildinni síðasta sumar og leikur því í 2.deildinni næsta sumar. 

Nokkrir nýir leikmenn hafa gengið til liðs við Hauka síðan síðasta tímabil kláraðist og einhverjir hafa horfið á braut.

Það er um að gera að líta við í Kórinn á morgun og hefja helgina á því að sjá fyrsta leik Hauka á undirbúningstímabilinu.