Fyrsti æfingaleikur vetrarins á morgun og pílukvöld á föstudaginn

HaukarÁ morgun, miðvikudaginn 18.nóvember fer fram fyrsti æfingaleikur meistaraflokks karla í knattspyrnu á undirbúningstímabilinu. En Haukar munu heimsækja Víkinga í Víkina. Hefst leikurinn klukkan 18:00.

Við hvetjum alla til að kíkja við í Víkina og sjá strákana etja kappi við lærisveina Leifs Garðarssonar skólastjóra með meiru. Búast má við því að einn til tveir leikmenn munu spila sinn fyrsta leik fyrir Hauka.

Við minnum einnig á Pílukvöld meistaraflokksráðs og meistaraflokks karla sem fram fer á föstudaginn. Keppnin byrjar klukkan 19:00 og er öllum velkomið að mæta.

Keppnisgjald er 3000 krónur og innifalið er einliða og tvíliðaleikur sem og þrír ískaldir. Við hvetjum alla til að fjölmenna á pílukvöldið og eiga gott Haukaföstudagskvöld saman.