Fulltrúar Hauka í úrslitum Subwaybikarsins

Úrslit Subwaybikar karls og kvenna fóru fram um síðustu helgi. Að þessu sinni áttu Haukar enga fulltrúa meðal liðanna en þó voru nokkrir Haukamenn sem tóku þátt í leiknum á öðrum vettvangi.

Þjálfarar Hauka þeir Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari mfl. kvk., og Pétur Ingvarsson, þjálfari mfl. kk., lýstu leikjunum í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.

Þeir félagar sáu til þess að körfuboltaþyrstir aðdáendur misstu ekki af neinu sem gerðist á parketinu og lýstu leikjunum eins og þeim einum er lagið. 

Yngvi lýsti kvennaleiknum og Pétur karlaleiknum.

Mynd: Yngvi Gunnlaugsson, kominn í stúdíóið í Laugardalshöll til að lýsa úrslitaleik KR og Keflavíkurstefan@haukar.is