Knattspyrnudeild Hauka og Freyr Sverrisson, knattspyrnuþjálfari, undirrituðu fyrr í dag undir framlengingu á samningi um þjálfun yngri flokka Hauka. Samningurinn gildir til 15. september 2011 með möguleika á framlengingu um eitt ár.
Freyr hefur starfað hjá Haukum frá síðla árs 2006 og er því að fara hefja þriðja sumarið hjá félaginu.
Töluverð fjölgun iðkenda hefur verið í deildinni síðan hann hóf störf og t.a.m. varð 4. flokkur karla Íslandsmeistari síðasta sumar en það var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í knattspyrnu.
Ásamt því að þjálfa hjá Haukum er Freyr landsliðsþjálfari U-16 ára landsliðs drengja.
Myndir: Freyr og Elías Atlason, formaður barna og unglingaráðs Knattspyrnudeildar Hauka, við undirritun í dag– stefan@haukar.is