Íþróttamaður Hauka 2010, handboltamaðurinn knái Freyr Brynjarsson, hefur framlengt samning sinn við Hauka um eitt ár. Það er mikill fengur fyrir Hauka að hafa eins leikreyndan og duglegan leikmann innan sinna raða fyrir komandi keppnistímabil enda lið Hauka mjög ungt og mikilvægt að hafa reynslubolta í hópnum í bland við hina ungu og efnilegu leikmenn liðsins.
Áfram Haukar!