Fréttabréf knattspyrnudeildar komið út!

Knattspyrnudeild Hauka kynnir með stolti Haukinn, fréttabréf knattspyrnudeildar, en á meðal efnis í þessu fyrsta blaði deildarinnar á þessu ári er fjallað um nýja námsskrá og afreksstefnu deildarinnar, viðtal við Guðjón Pétur Lýðsson um Hauka og ferilinn, viðtöl við þjálfara og leikmenn deildarinnar sem og Kristinn Andersen, forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um knatthús á Ásvöllum. Hin hliðin á yngri leikmönnum, einstakur pistill eftir Darra Johansen og fleira.

Góða skemmtun með því að smella á https://bit.ly/2W89M7w

Áfram Haukar!