Á sunnudaginn kemur leikur meistarflokkur karla æfingaleik við Aftureldingu í Fífunni kl. 20:00. Þetta er fyrsti leikur flokksins gegn komandi andstæðingum í 2.deildinni í sumar en fram til þessa hefur Haukum gengið vel í leikjum gegn 1. og 3. deildar liðum.
Karlarnir fengu fínan stuðning frá stuðningmönnunum í síðasta leik gegn Víking Ólafsvík þar sem allir áhorfendabekkirnir í Fífunni voru fullsetnir. Það er vonandi að það sama verði uppi á teningnum núna á sunnudaginn. Allir á völlinn!
Síðan er farið að styttast í fyrsta leik liðsins í Lengjubikarnum (áður Deildabikarnum) sem verður í Akraneshöllinni 11. mars gegn Tindastóli. Haukar léku einmitt í fyrra gegn Tindastóli í Deildabikarnum í Boganum á Akureyri og sigruðu þá 0-2 með mörkum frá Kristjáni Ómari og Jónmundi.
Fyrsti heimaleikur Hauka í keppninni verður 25. mars þegar Haukamaðurinn Guðmundur „Sveitamaður“ Magnússon kemur með lærisveina sína frá Huginn Seyðisfirði í heimsókn.
Þá hefur verið dregið í fyrstu umferðir VISA-Bikarkeppninnar í sumar. Haukar leik á útivelli fimmtudaginn 31. maí gegn sigurliðinu úr viðureignum Skallagrímur – KB/Kjalarnes.