Framtíðin skrifar undir

Á dögunum skrifuðu Haukar og Actavis undir samstarfssamning sín á milli og verður Actavis því áfram aðal stuðningsaðili körfuknattleiksdeildarinnar.

Á sama tíma var skrifað undir við nokkra unga og efnilega leikmenn sem eiga það allir sameiginlegir að hafa orðið íslandsmeistarar á síðustu leiktíð með unglingaflokki karla og kvenna.

Í meistaraflokki kvenna skrifuðu Auður Íris Ólafsdóttir, Ína Salóme Sturludóttir, Inga Sif Sigfúsdóttir og Dagbjört Samúelsdóttir.

Hjá meistaraflokki karla voru það þeir Emil Barja, Örn Sigurðarson, Kristinn Marinósson og Haukur Óskarsson sem skrifuðu undir.


F.v.:Inga Sif Sigfúsdótti, Ína Salóme Sturludóttir, Auður Íris Ólafsdóttir og Dagbjört Samúelsdóttir.


F.v.: Emil Barja, Haukur Óskarsson, Samúel Guðmundsson, formaður, Kristinn Marinósson og Örn Sigurðarson