Fram-Haukar mfl.kk

Í gær fór fram leikur Íslandsmeistara Fram og deildarbikarmeistara Hauka í DHL deild karla. Leikurinn fór fram í Safamýrinni og fyrir leikinn höfðu Framarar aðeins sigrað Hauka þrisvar sinnum frá því árið 2000 meðan Haukar höfðu sigrað Fram tólf sinnum. Tvö af þessum þremur skiptum var í fyrra og þriðja skiptið var í úrslitaviðureign liðanna árið 2000.

Leikurinn byrjaði nokkuð vel. Framarar skoruðu fyrsta markið og var það Andri Berg Haraldsson. Haukar náðu svo að skora næstu 3 mörk. Okkar strákar komust í 4-7 en þá kom nokkuð góður kafli hjá Frömurum, og jafnframt dapur kafli hjá okkar strákum en á þessum kafla meiddist Samúel Ívar og lék hann ekki meira með í leiknum. Framarar náðu að jafna 9-9 en þá tóku okkar strákar við sér, komust í 9-13. Staðan í hálfleik var 12-17 okkar strákum í vil.

Síðari hálfleikurinn byrjaði ágætlega. Strákarnir héldu forskotinu og juku það reyndar í 19-13. En þá kom mjög daufur kafli hjá okkar strákum. Þeir virtust eitthvað byrja að slaka og breyttist staðan úr 19-13 í 20-20. Haukamenn mega þakka Magnúsi Sigmundssyni fyrir að Framarar hafi ekki náð yfir á þessum tíma en hann varði frábærlega í marki okkar Haukafólks. Leikurinn var jafn þar til í stöðunni 23-23. Þá náðu okkar strákar aftur að hrinda Frömurum frá sér og komust í 24-27. Leiknum lauk svo með eins marks sigri 29-30.

Vörnin stóð mjög vel nánast allan leikinn. Eitthvað slakaði hún á eftir hlé en í lok leiksins var hún öll að koma til aftur. Magnús Sigmundsson varð frábærlega fyrir aftan vörnina og megum við þakka honum mikinn þátt í sigrinum.
Markahæstur í okkar liði var Andri Stefan með 7 mörk. Guðmundur Pedersen skoraði 6 mörk, Árni Þór, Freyr og Gísli Jón skoruðu allir 4 mörk, Kári skoraði 3 og Þröstur og Samúel Ívar skoruðu 1 mark hvor.
Hjá Fram var Þorri B. Gunnarsson markahæstur með 8 mörk, Sergeij Serenko skoraði 6, Haraldur Þorvarðarson, Andi Berg Haraldsson og Jóhann G. Einarsson skoruðu allir 3 mörk, Guðjón Drengsson skoraði 2 og Brjánn Bjarnason, Stefán Stefánsson, Rúnar Kárason og Sigfús Sigfússon skoruðu allir 1 mark hver.

Þetta var svo sannarlega leikur tveggja góðra markmanna. Magnús Sigmundsson varði frábærlega í marki okkar Haukamanna og varði hann 22 skot. Í hinu markinu stóð Björgvin Páll Gústafsson og varði hann 23 skot.

Haukar eru nú í 2.-5. sæti í DHL deild karla ásamt ÍR, Val og Fram eftir tvo leiki. Öll liðin eru með 2 stig. HK er efst með 4 stig og Akureyri, Fylkir og Stjarnan eru í 6.-8. sæti með ekkert stig.

Næsti leikur strákanna er Evrópuleikur gegn Conversano frá Ítalíu. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst hann klukkan 20:00 á sunnudaginn. Við hvetjum alla til að mæta á leikinn og styðja strákana okkar til sigurs. Strákarnir töpuðu fyrri leiknum með einu marki á Ítalíu, 32-31, og eiga því góðan möguleika á að komast áfram.

Næsti leikur í deildinni verður sunnudaginn 15.október þegar liðið tekur á móti Akureyri á Ásvöllum.

ÁFRAM HAUKAR!!