Fram-Haukar 8-liða úrslit mfl.ka.

Glæsilegur sigur í löngum leik.
Fyrri hálfleikur var ekki mjög ólíkur fyrri leiknum á Ásvöllum en samt töluvert skárri og því var jafnræði með liðunum framan af þó Framarar hefðu yfirleitt frumkvæðið og náðu smá forskoti í lok hans 14 – 10.

Í seinni hálfleik tóku okkar strákar nokkrar góður rispur og hefðu vel getað klárað leikinn en heimamönnum tókst á vægast sagt ótrúlegan hátt að jafna 26 – 26 þannig að það þurfti að framlengja.

Í framlengingunni var lítið sem benti til annars en sigurs okkar manna og kláruðu þeir leikinn nánast í fyrri hálfleik framlengingarinnar. ….þrátt fyrir miklar mótbárur og endaði leikuirnn 29 – 34.

Aron var markahæstur með 9 mörk og næstur var Ásgeir með 6.

Þannig að á sunnudaginn er hreinn úrslitaleikur um hver fer í 4-liða úrslitin. Við stefnum náttúrulega á að fylla húsið og ætlum að skapa gríðarlega stemmingu.
Ef að Framarar mæta hinsvegar ekki !!! eins og sumir þeirra voru að halda fram fyrir leikinn þá gerum við bara eitthvað skemmtilegt saman. 😉