Í kvöld mætast Fram og Haukar í N1-deild karla en leikurinn fer fram í Safamýrinni, heimavelli Framara. Flautað verður til leiks klukkan 19:30.
Framarar eru á botni deildarinnar með 0 stig eftir tvær umferðir en þeir hafa tapað gegn Gróttu og Stjörnunni í fyrstu umferðunum sem verður að teljast athyglisvert.
Haukar sigruðu hinsvegar Stjörnuna í fyrstu umferð en gerðu síðan jafntefli á heimavelli gegn Akureyri í síðustu umferð.
Bæði lið ætla sér sigur í kvöld og það má því búast við hörkuleik í Safamýrinni í kvöld.