Fram – Haukar í kvöld

Myndin er fengin að láni frá visi.isHaukar mæta í kvöld Fram í Framhúsinu við Safamýri kl.19:30 í N1-deild karla í handbolta. Leikurinn er mjög mikilvægur eins og allir aðrir leikir í þessari hnífjöfnu og spennandi deild. Einungis fjögur stig skilja að Hauka í efsta sæti deildarinnar og Akureyri sem er í 5. sæti deildarinnar, en efstu fjögur liðin fara í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. 

Við hvetjum alla stuðningsmenn Hauka til að fjölmenna í Safamýri í kvöld og styðja strákana til sigurs í þessum feiknar mikilvæga leik!