Æfingar í kjölfar skóladags eða um helgar reynir bæði á líkama og sál. Það er því nauðsynlegt, bæði fyrir líkama og sál, að fá öll nauðsynleg næringarefni á hverjum degi. Þetta á við um alla iðkendur, bæða þá sem eru í yngri flokkum deildarinnar en ekki síður fyrir verðandi afreksmenn deildarinnar í eldri flokkum félagsins eða meistaraflokki.
Flestir þekkja fæðupíramídann. Þar er að finna öll helstu næringarefni sem við þurfum á að halda. Efst í píramídanum er kjöt, fiskur og egg. Þessar fæðutegundir innihalda prótín sem m.a. byggir upp vöðvana. Prótín inniheldur einnig vítamín og steinefni. Í miðjum píramídanum er að finna ávexti og grænmeti. Þessar tegundir eru trefjaríkar og innihalda mikið af vítamínum og steinenfnum. Úr nesta hluta píramídans er að finna kolvetnaríka fæðu eins og brauð, kornmeti, pasta og kartöflur. Úr þessum hluta fæst mikil orka fyrir knattspyrnuiðkendur og því mikilvægt að þið séuð dugleg að borða yfir daginn.
Fáið ykkur reglulega að borða yfir daginn, frekar oftar en sjaldnar og þá minna í hvert skipti. Að fá sér kolvetnaríka fæðu um 30-60 mín. fyrir æfingu er nauðsynlegt. Einnig að fá sér að borða eins fljótt og mögulegt er eftir hverja æfingu. Hafið því ávöxt eða ávaxtasafa með á æfingu að ógleymdu vatninu. Meira um vatnið í næsta pistli.