Á mánudaginn síðasta flaug meistaraflokkur karla í knattspyrnu til Portúgals í æfingaferð fyrir komandi tímabil. Stefnan var sett á að vera í eina viku, koma heim í dag og spila einnig tvo æfingaleiki í Portúgal.
Flest allt gekk upp, tap í fyrri æfingaleiknum gegn FH, 1-0 varð staðreynd en í seinni leiknum sigruðu Haukar lið Vals með tveimur mörkum 2-0 með mörkum frá Arnari Gunnlaugssyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni.
Það sem ekki gekk upp er það að liðið kemur ekki heim í dag.
Andri Marteinsson þjálfari liðsins staðfesti það að liðið yrði að minnsta kosti í eina nótt í viðbót í Portúgal en í fyrramálið klukkan 10:00 ætti að athuga hvort hægt yrði að fljúga heim til Íslands.
Frekari upplýsingar um flug liðins verður uppfært hér á síðunni þegar fréttir berast.
Minnum að einnig er hægt að sjá komutíma til Flugstöðvar Leifs, á textavarpinu. Einnig er töluvert um fréttir á fréttasíðum landsins, MBL.is sem og Vísi.is.
UPPFÆRT 20.apríl, 11:30:
Tekið af Fótbolti.net:
FH, Haukar og Valur munu koma heim úr æfingaferð sinni Portúgal í kvöld.
Liðin áttu upphaflega að koma heim í gær en flugsamgöngur hafa legið niðri undanfarna daga vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.
Liðin hafa núna farið í rútu frá Portúgal og ferðinni er heitið til Sevilla á Spáni þaðan sem flogið verður til Íslands.
Áætlað er að liðin lendi á Íslandi í kringum 21 í kvöld og því ættu leikirnir í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins að geta farið fram samkvæmt áætlun á fimmtudag.