Í vikunni skrifaði hinn reyndi vinstri fótar maður Davíð Ellertsson undir nýjan samning, sem gildir út næstu 2 árin. Davíð Ellertsson eða Davíð Ellerts. Eins og hann er nú oftast kallaður verður 27 ára á þessu ári. Hann lék 17 leiki fyrir Hauka í 2.deildinni á síðasta tímabili og skoraði heil fjögur mörk.
Davíð leikur oftast sem vinstri bakvörður en getur allt eins fært sig í aðrar stöður á vellinum. Davíð er uppalinn Fhingur, en hann hefur einnig leikið með Fjölni. Hann kom fyrst til Hauka árið 2003 og spilaði það árið nokkra leiki. Eftir það hefur hann spilað sig enn meir inn í liðið og er nú orðinn einn af reynslu mestu leikmönnum liðsins og er þetta því afar góð tíðindi að hann sé búinn að framlengja samning sinn við félagið.
—
Næsti leikur meistaraflokks er á morgun í Lengjubikarnum gegn ÍA á Akranesi kl. 17:00, við viljum endilega hvetja fólk til að kíkja í gönginn og á leikinn. Og hver veit nema okkar menn geti strítt lærisveinum Gaua Þórðar. ?
Áfram Haukar.