Sverre Jakobsson fagnar eftir dráttinn í þriðju umferð EHF bikarsins, þar sem hann fer ásamt TVG Grosswallstadt til heimalandsins, Íslands, í enda nóvember. Stjórnendur liðsins eru heldur ekki óánægðir „Áhugavert og gerlegt verkefni“ segir framkvæmdastjórinn Uli Wolf.
Áður en ferðin til Íslands verður að veruleika helgina 27/28 nóvember er heimaleikur okkar spilaður 20/21 sama mánaðar. TVG Grosswallstadt lék síðast á alþjóðlega sviðinu fyrir þremur árum. Á þeim tíma duttum við út í fyrstu umferð með minnsta mögulega mun gegn Úkraínska liðinu HC Portovik, þar sem færri mörk skoruð á útivelli réðu úrslitum. „Við viljum standa okkur betur nú en síðast“ upplýsir Wolf. Til þess að komast áfram núna er mikilvægt að sýna áræðni og halda einbeitingu. Andreas Kunz er sammála „ Íslendingarnir eru baráttuglaðir og skipulagt lið“ segir fyrirliðinn.
Haukar Hafnarfirði eru með marga reynslumikla leikmenn. Markmaðurinn Birkir Guðmundsson spilaði með Tus-N-Luebbecke og Einar Örn Jónsson spilaði með bæði GWD Minden og SG Wallau-Massenheim. Ásamt þeim spilar einnig með liðinu bróðir Einars Hólmgeirssonar, fyrrum leikmans TVG Grosswaldstadt. Leiktíðarnar 2004/05 og 2005/06 spiluðu Haukar í Champions League. Lengst komst liðið í evrópukeppninni leiktíðina 2000/01 þegar liðið náði í 4 liða úrslit. Þetta árið sigraði liðið H.C. Conversano frá Ítalíu örugglega til að geta mætt TVG Grosswaldstadt.
„Í heimaleiknum verðum við að ná öllu okkar besta fram, til að eiga möguleika í útileiknum“ segir Uli Wolf sem er ekki aðeins ánægður með hið áhugaverða verkefni gegn Haukum heldur einnig með það hversu auðvelt er að skipuleggja ferðalagið. „við hlökkum til evrópukeppninnar, en núna er okkar áhersla á Bundesliguna, síðan munum við undirbúa okkur fyrir mótherjann“ Eftir stuttan tíma mun það koma í ljós hvort heimaleikurinn verður 20 eða 21 nóvember.