Haukar frá Hafnarfirði reyndust jafnokar leikmanna Grosswaldstadt.
Leikurinn var ekki fyrir viðkvæmar taugar. Félagið með hina miklu hefð vann að lokum með 26:24 mörkum og og byrjar leikinn á laugardaginn kemur með tveggja marka forystu í útileiknum á Íslandi. Hið unga lið frá Íslandi komu tilbúnir inn í leikinn og spiluðu af miklum krafti og reyndust jafnokar leikmanna Grosswaldstadt. Heimaliðið virkaði óöruggt í fyrri hálfleik og létu mótherjum sínum eftir forystuna í leiknum lengst af og voru 12:13 undir í hálfleik. Í seinni hálfleik tók TVG meira frumkvæði og náði að lokum að sigra leikinn.
Raddir eftir leik
Óskar Þór Ármannsson aðstoðarþjálfari Hauka
Við erum eðlilega ánægðir með leikinn. Við vissum að hér var um mjög sterkan mótherja að ræða og gerðum okkur ekki of miklar vonir. En eigi að síður hefur félagið mikla reynslu af keppni á erlendum vettvangi og oft sigrað gegn mjög sterkum liðum. Á síðustu árum hafa orðið talsverðar breytingar í okkar liði og eru margir ungir en efnilegir lekmenn í liðinu. Segja má að þeir hafi staðist þetta próf í dag. Að mínu mati hefðum við alveg eins átt sigurinn skilið en reynslumiklu leikmennirnir í liði TVG náðu að tryggja liðinu sigur á lokamínútunum.
Michael Biegler þjálfari TVG
Vissulega vissum við af því að lið Hauka byggi yfir mikilli reynslu af keppni á erlendum vettvangi og þekkir félagið því þetta mjög vel enda hafa Haukar stöðugt verið í alþjóðlegri keppni á undanförnum árum. Á okkar liði mátti merklja óöryggi. Vissulega hefðum við óskað okkur betri undirbúnings fyrir leikinn en það er samt sem áður engin afsökun fyrir slökum leik leikmanna minna. Í seinni hálfleik vorum við hins vegar mun betra liðið. Ég bið EHF um að skoða þennan leik mjög nákvæmlega en ég sem þjálfari get alls ekki verið sáttur við dómgæsluna. Við förum nú til Hafnarfjarðar með tveggja marka forystu sem við vissulega reynum að verja. Við eigum mikið inni og eigum við að nýta okkur það og tekst okkur þá að komast í næstu umferð.