Frábærar fréttir – fjölmargir leikmenn skrifa undir nýjan samning!

Frá vinstri: Valdimar Óskarsson formaður handknattleiksdeildar Hauka, Aron Kristjánsson Þjálfari meistaraflokks Hauka, Sveinn Þorgeirsson, Freyr Brynjarsson, Aron Rafn Eðvarðsson, Tjörvi Þorgeirsson, Matthías Ingimarsson, Stefán Rafn Sigurmansson, Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri rekstrarfélags Hauka.

Nokkrir af lykilmönnum handknattleiksdeildar Hauka hafa framlengt samninga við félagið til vors 2014. Það eru þeir Sveinn Þorgeirsson, Freyr Brynjarsson, Aron Rafn Eðvarðsson, Tjörvi Þorgeirsson, Matthías Ingimarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson.

Karlalið Hauka átti frábæran vetur og liðið landaði þremur af þeim fjórum titlum sem í boði voru.  Haukar munu halda nær öllum sínum leikmönnum næsta vetur auk þess sem hópurinn hefur verið styrktur fyrir næsta tímabil. Haukar ætla sér ekkert annað en að blanda sér í toppbaráttuna næsta vetur.