Getraunarstarfið hófst með miklum látum um helgina og einn tippari fékk 13 rétta, liðið Pappi. Fjöldi manna náði 12 réttum og ljóst að getraunasnillingum fjölgar hjá félaginu. Frábærir vinningar eru í boði í leiknum í ár og við skorum á alla þá sem enn hafa ekki skráð sig að koma og taka þátt.
Rétt er að benda tippurum á að í leiknum í vetur fellur lélagasta skorið í undankeppninni niður og því er alls ekki of seint að byrja þátttöku í leiknum. Sjáumst á laugardaginn, kaffi á könnunni, góður félagsskapur og opið frá 10:00-13:00.
Getraunanefndin