Á sunnudaginn kepptu Haukar í 6. flokki karla á Bónusmótinu. Haukar mættu með fjögur lið til keppni. Árangurinn var mjög góður. A og D lið hrepptu fyrsta sætið og B og C lið annað sætið. Nánari upplýsingar um úrslit í mótinu er að finna á heimasíðu Þróttara trottur.is
Næst á dagskrá hjá okkur er mót á Blönduósi helgina 23-25 júní. Útilegan sem var fyrirhuguð í júlí hefur verið felld niður vegna dræmrar þátttöku og einnig vegna þess að staðarhaldarar tvíbókuðu helgina.
Áfram Haukar!!!