Fótboltanámskeið Hauka í vetrarfríinu

Haukar bjóða upp á fótboltanámskeið fyrir krakka í 1.-4. bekk dagana 20. og 21. febrúar frá kl. 9-12. Námskeiðið fer fram á gervigrasinu á Ásvöllum (mæting í vallarhúsið). Þjálfarar frá Haukum kenna á námskeiðinu ásamt leikmönnum meistaraflokka. Áhersla er á fótbolta sem leik. Þátttakendur þurfa að hafa með sér hollt nesti og vera klæddir eftir veðri (þó verður farið inn verði veður mjög slæmt). Námskeiðið kostar 5.000 krónur og veittur er helmings afsláttur fyrir systkini. Skráning fer fram í gegnum Mínar síður á vef Hafnarfjarðarbæjar.  

 

Leikstöðunámskeið knattspyrnudeildar Hauka

Haukar bjóða upp á námskeið fyrir börn og unglinga í 5.-10. bekk dagana 19. og 20. febrúar frá kl. 13:00-15:00. Námskeiðið fer fram á gervigrasinu á Ásvöllum (mæting í vallarhúsið). Þjálfarar frá Haukum kenna á námskeiðinu ásamt leikmönnum meistaraflokka. Áhersla er á sérhæfðar æfingar út frá leikstöðum. Skipt er í hópa eftir aldri. Þátttakendur þurfa að vera klæddir eftir veðri. Námskeiðið kostar 5.000 krónur og veittur er helmings afsláttur fyrir systkini. Skráning fer fram í gegnum Mínar síður á vef Hafnarfjarðarbæjar.