Forsala miða á bikarleikinn er í dag og á morgun

Nú styttist í bikarleik Hauka og Skallagríms í undanúrslitum Geysisbikars kvenna sem fer fram n.k. fimmtudag kl. 20:15.

Forsala aðgöngumiða verður á Ásvöllum í kvöld og annað kvöld frá kl. 18:30-20:00.

Þeir sem vilja ná sér í miða á netinu geta gert það og þá er nauðsynlegt að versla aðeins í gegnum þennan miðasöluhlekk en allur hagnaður af þessum miðasöluhlekk rennur beint til Hauka.

https://tix.is/is/specialoffer/xxwkszevh7dya

Áfram Haukar!