Forsala miða á oddaleik Hauka og Vals hefst kl. 10

Haukar verða alltaf bestirÞað er búist við miklum fjölda á oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn sem fer fram kl. 14 á laugardaginn á Ásvöllum. Forsala miða hefst á Ásvöllum kl. 10:00. Áhorfendum verður hleypt inn í sal kl. 13 þar sem Júlli diskó sér um músíkina. Sjoppan opnar kl. 12 og andlitsmáling verður í boði fyrir krakkana. Við hvetjum Haukafólk til að mæta í rauðu! Óhætt er að lofa frábærri skemmtun enda ekki á hverjum degi sem að úrslitin á Íslandsmótinu ráðast í einum leik.