Forsala aðgöngumiða á leik Hauka og Selfoss

Haukar og Selfoss leika fyrsta leik sinn í úrslitarimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn á morgun, þriðjudag, kl. 18:30. Í tilefni af því ætla Haukar að bjóða upp á forsölu aðgöngumiða á Ásvöllum á kvöld, mánudagskvöld, milli 19:00 – 21:00. Forslan heldur svo áfram á leikdag, þriðjudag, milli kl. 11:00 – 14:00 á Ásvöllum. Þá geta allir komið og nælt sér í miða til að forðast biðröð fyrir leik. Einnig geta þeir sem eru með A, B eða D kort frá HSÍ náð sér í miða á þessum tímum. Húsið sjálft opnar svo klukkutíma fyrir leik eða kl. 17:30. Fjölmennum í rauðu og áfram Haukar!

Fjölmennum í rauðu og áfram Haukar!