Um helgina fer fram forkeppni unglingaflokks kvenna. Haukar senda í ár tvö lið til keppni og leika þau bæði um helgina. Haukar 1 leika í Digranesi. Fyrsti leikur þeirra er í kvöld, föstudag, klukkan 19:00 gegn ÍBV. Þær eiga svo leik aftur klukkan 20:00 á sama stað gegn Gróttu 2. Á morgun, laugardag, halda þær svo áfram að spila og leika gegn HK klukkan 11:00. Haukar 2 leika í Framhúsi. Fyrsti leikur þeirra er á morgun klukkan 12:00 og leika þær þá gegn liði Akureyrar. Þær leika svo aftur klukkan 15:00 gegn liði Völsungs. Á sunnudag leika þær svo gegn FH klukkan 14 og ljúka svo mótinu á mánudagskvöld gegn Fram klukkan 21:00. Tveir aðrir riðlar verða leiknir, einn á Seltjarnarnesi og annar í Austurbergi en þar eigum við Haukafólk ekki fulltrúa. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli leika í 1.deild í vetur og hin liðin fara í 2.deild. Við hvetjum alla til að mæta og sjá handboltakonur framtíðarinnar í Haukum spila. ÁFRAM HAUKAR