Um helgina fer fram forkeppni unglingaflokks karla. Unglingaflokkur karla nefnist nú það sem áður hét 3.flokkur karla. Unglingaflokkur karla fer með tvo lið til keppni í vetur. Haukar 1 og Haukar 2. Haukar 1 spilar um helgina í Kaplakrika og á Strandgötu. Fyrsti leikur þeirra er í dag klukkan 17:30 gegn nágrönnum okkar úr FH. Þeir leika svo aftur klukkan 20:30 gegn Fram, einnig í Kaplakrika. Á morgun spilar svo liðið áfram, þá gegn Selfossi 2 klukkan 13:30 á Strandgötu og að lokum klukkan 16:30 á Strandgötu gegn Stjörnunni. Haukar 2 spilar á Selfossi. Fyrsti leikurinn þeirra er á morgun, laugardag, klukkan 14:00 gegn Val. Þeir leika svo annan leik á morgun gegn Gróttu klukkan 17:00. Á sunnudag heldur liðið svo áfram að spila, klukkan 9:00 gegn FH 2, klukkan 13:00 gegn Stjörnunni og svo loks klukkan 15:00 gegn Selfossi. Tveir aðrir riðlar fara fram um helgina, annar á Akureyri og hinn í Digranesi, en við Haukafólk eigum ekki fulltrúa þar. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli leika í 1.deild í vetur, liðið í 3.sæti leikur í milliriðli sem fram fer um næstu helgi, 22.-24. september. Liðin í 4. sæti og neðar leika í 2. deild í vetur. Við hvetjum alla til að mæta á leiki hjá strákunum og sjá handboltamenn framtíðarinnar hjá Haukum. ÁFRAM HAUKAR