Forkeppni 4.flokks karla

Búið að er koma með niðurröðun fyrir forkeppni 4.flokks karla í handknattleik. Í 4.flokki er fyrst spilað í 5 riðlum þar sem efstu tvö liðin komast beint í 1.deildina. Haukar senda tvö lið til keppni í 4.flokki þetta árið í A og B – liðum.

A-liðið leikur sinn riðil hér á Ásvöllum helgina 13. – 14. september en B-liðið leikur í Kaplakrika og í Strandgötunni.

A-liðið er í riðli með KR, Stjörnunni og Val. Fyrsti leikurinn þeirra er á laugardaginn klukkan 15:30 gegn Valsmönnum. Þeir leika síðan tvo leiki á sunnudaginn, þann fyrri gegn KR klukkan 11:00 og seinni gegn Val klukkan 12:00

B-liðið er í riðli með FH, Selfoss og Aftureldingu. Þeir hefja leik gegn Aftureldingu á laugardaginn klukkan 15:00, síðan klukkan 18:10 sama dag leika þeir gegn FH. Á sunnudeginum spila þeir svo síðasta leik sinn í riðlinum gegn Selfyssingum klukkan 11:00. Á laugardeginum er spilað í Strandgötu en seinni dagurinn er leikinn í Kaplakrika.

Þjálfari flokksins er Jóhann Guðmundsson og honum til aðstoðar er Petr Baumruk.

Við hvetjum Haukafólk til að kíkja á framtíðarleikmenn Hauka.