Búið að er koma með niðurröðun fyrir forkeppni 3.flokks kvenna í handknattleik. Í 3.flokki er fyrst spilað í 5 riðlum þar sem efsta liðið kemst beint í 1.deildina. Haukar senda tvö lið til keppni í 3.flokki þetta árið.
Haukar1 leikur í þriggja liða riðli, með ÍR og Fylki.
Leikið er í Fylkishöllinni, sunnudaginn 14. september.
Haukastelpurnar mæta fyrst ÍR-ingum klukkan 10:00 og strax að þeim leik loknum leika þær gegn Fylki.
Haukar2 keppa hinsvegar í Framheimilinu og eru þar í riðli með Fram, HK og KR. Þær hefja keppni gegn KR og leika svo annan leik á laugardaginn gegn Fram. Á sunnudaginn klára þær svo sína leiki er þær mæta liði HK klukkan 11:00.
Þjálfarar 3.flokks kvenna eru Ægir Sigurgeirsson og Díana Guðjónsdóttir sem einnig þjálfara meistaraflokks kvenna.