Foreldrafundur mánud.13. júni kl: 20:30

COKE-KB MÓT Á AKRANESI 8-10 JÚLÍ 2004

Nú er komið að Coke og KB mótinu á Akranesi. Það verður haldið dagana 8-10 Júlí 2005. Kostnaður vegna ferðarinnar er 17.500 á hvern dreng. Innifalið í því er allur kostnaður, mótsgjald, gisting, matur, flíspeysan og regngallinn. Við höfum aðeins haft eina fjáröflun og tókst hún ágætlega, og því eiga þeir drengir er tóku þátt í henni einhvern sjóð sér til frádráttar. Nú er komið að því að hittast og munum við gera það mánudaginn 13 júní, klukkan 20:30 og verður þá að borga mismunin, eða alla upphæðina. Nauðsynlegt er að mæta og gera upp, ef þú kemst ekki verður að hafa samband við einhvern hjá foreldrastjórn varðandi greiðsluna á gjaldinu. Nú þegar hafa fjórir fararstjórar gefið sig fram, okkur vantar fjóra til viðbótar og vonum við að sem flestir séu tilbúnir að bjóða sig fram.

Einnig verður að ljúka við að greiða félagsgjöld Hauka en á fundinum mun liggja fyrir listi yfir þá sem ekki hafa greitt félagsgjöld, sem eru kr. 6000, og hinn frægi guli miði sem þarf að fylla út fyrir hvern dreng (hafi það ekki nú þegar verið gert).

Drengirnir gista í skólahúsnæði á Akranesi og þurfa að hafa með sér dýnu og svefnpoka (sjá nánar gátlista). Þeir eru algjörlega á ábyrgð fararstjóra en þátttaka foreldra í skólastofunni er vel þegin, þ.e. að hjálpa fararstjórum að smyrja brauð, taka til, útbúa nesti o.s.frv. þegar þess er þörf. Foreldrar gista almennt í tjöldum á tjaldstæði ekki langt frá og sjá Haukar um að panta tjaldsvæði. Mikilvægt er að fólk láti vita á fundinum hvort það geri ráð fyrir að vera á staðnum þannig að hægt verði að taka frá nægilegt pláss.

Við foreldrarnir erum þarna til að skemmta okkur og hvetja liðsheild, þ.e. HAUKA (ekki ákveðna drengi).

Hlökkum til að sjá ykkur á mánudaginn,

kv. foreldrastjórn og Óli þjálfari