Foreldrafundur – Þjálfaraskipti

Foreldrafundur verður fyrir þá sem fara á Blönduósmótið á morgun fimmtudag klukkan 17:30 á Ásvöllum.

Sigurður þjálfari mun hætta störfum hjá 6. flokki karla eftir Blönduósmótið sem verður 23-25 júní. Strákarnir og foreldrar þeirra hafa verið mjög ánægðir með störf Sigga. Við óskum Sigga velgengni í nýju starfi, hans verður sárt saknað. Það er mat foreldra að flestir okkar stráka komi sérlega vel undan vetri eins og sást á góðri frammistöðu á Bónusmótinu nýlega.

Við erum þó ekki alveg á flæðiskeri stödd því hann Óli fyrrverandi þjálfar strákanna ætlar að taka við flokknum fram á haust. Betra gat það ekki verið, því hann þekkir strákanna vel og er líka frábært þjálfari.

Áfram Haukar!!!