Flottur sigur hjá stelpunum á Selfossi

HaukarHaukar og Selfoss mættust um helgina í N1-deild kvenna í handbolta á Selfossi. Þetta var annar leikur Hauka í vetur en samt sem áður leikur í þriðju umferð deildarinnar. Ástæðan er sú að ellefu lið skipa deildina og Haukastúlkur sátu hjá í fyrstu umferð deildarinnar. Skemmst er frá því að segja að eftir ófarirnar gegn feyki sterku liði Vals í síðustu viku tóku okkar stelpur sig heldur betur saman í andlitinu og lönduðu flottum sigri 23-21.

Mörk Hauka í leiknum skoruðu: Díana Kristín Sigmarsdóttir 5, Gunnhildur Pétursdóttir 5, Marija Gedroit 4, Áróra Eir Pálsdóttir 4, Karen Helga Sigurjónsdóttir 3, Agnes Ósk Egilsdóttir 1, Ásthildur Friðgeirsdóttir 1.