Flottur sigur á Keflavík

Katie Snodgrass var stigahæst haukastelpna í gær með 28 stigÍ gær áttust við Haukar og Keflavík í 20. Umferð Iceland-Express deild kvenna. Keflavík þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að ná að stela bikarmeistaratitlinum af Hamar.

Haukar skoruðu fyrstu 4 stig leiksins en Keflavík skoraði næstu 5. Fyrsti leikhlutinn var mjög jafn og munaði aðeins einu stigi að honum loknum, staðan 23-24 fyrir Haukum. Keflavík komst síðan 10 stigum yfir um miðjan anna leikhlutann eftir að hafa skorað 8 stig í röð. Haukar náðu þó aðeins að laga stöðuna og munaði 7 stigum í hálfleik, 47-40.
Haukar byrjuðu að spila fastari vörn á heimamenn í seinni hálfleik og náðu þær að jafna leikinn um miðjann þriðja leikhluta. Eftir það var jafnt á nánast öllum tölum og þegar rúmar 2 mínútur voru eftir var staðan 80-80 og spennandi mínútur framundan. Katie Snodgrass setti síðan niður tvö stig og Keflavík hélt í sókn en Jackie Adamshick klikkaði úr lay-upi. Haukar tóku þrist þegar 45 sek voru eftir en hann fór ekki ofan í en Íris Sverrisdóttir náði frákastinu og Haukar náðu að halda boltanum þangað til 5 sek. voru eftir en þá var brotið á Katie. Hún setti bæði skotin niður og gulltryggði sigurinn. Lokatölur 81-84, en þetta var langþráður sigur hjá stelpunum en þær höfðu tapað öllum sínum leikjum eftir áramót.

Stigahæstar:

Katie Snodgrass 28 stig, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 19 stig/ 11 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10 stig, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9 stig