Haukar unnu flottan sigur á Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og leiða því einvígið 1-0. Bæði lið voru ákveðin í að selja sig dýrt og var leikurinn jafn frá fyrstu mínútu. Liðin skiptust á að leiða en Haukar komust fimm stigum yfir í lok fyrsta leikhluta með tveim flottum þristum frá Heather Ezell sem var nálægt en einni þrennunni. Þristur frá Haukum í byrjun kom Haukum í átta stig strax í upphafi annars leikhluta en Grindvíkingar voru fljótar að svara, komust á endanum yfir og leiddu í hálfleik.
Haukar leiddu með 11 stigum þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum en ótrúlegur sprettur hjá Grindavík (12-0) kom þeim yfir með einu stigi. Haukar svöruðu strax og komust yfir aftur og liðin skiptust svo á næstu körfum. Það var svo flottur endasprettur þeirra sem skilaði sigrinum í dag en Haukar settu 10 stig gegn engu stigi Grindvíkinga og unnu á enda með sex stigum 82-88
Heather Ezell var atkvæðamest hjá Haukum með 35 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Kiki Lund var með 20 stig og 9 stoðsendingar og Ragna Margrét Brynjarsdóttir gerði 17 stig og tók 8 fráköst.
Næsti leikur liðanna er á mánudaginn kl. 19.15 og er leikið á Ásvöllum.